Flugvélar

Flugvélar

Flugvélar

Flugskóli Íslands er með ýmsar tegundir flugvéla í sínum rekstri, jafnt einshreyflis-, sem og fjölhreyflaflugvélar. 

Vélarnar eru af gerðinni;

  • Tveggja sæta einhreyfils:  Tecnam 2002-JF og  Cessna 152II
  • Fjögurra sæta einshreyfils:  Cessna 172 SP(Skyhawk) og
  • Fjögurra sæta fjölhreyfla: Piper Seminole.

Þessar flugvélategundir eru mikið notaðar í kennslu um allan heim vegna áreiðanleika þeirra og flugeiginleika. Einnig hefur flugskólinn til umráða glæsilegan flughermi af tegundinni ALX frá ALSIM framleiðanda flugherma,( sjá ALX uppl. ), sem notaður er til þjálfunar fyrir blindflugsréttindi, tfjölhreyflaréttindi og áhafnasamstarf (MCC) á flugvélum, auk námskeiðs í þotuþjálfun (JOC).

Flugvélar skólans eru notaðar jafnt til kennslu, sem og að vera leigðar út til einkaflugmanna sem eru að safna tímum eða einungis að fljúga ánægjunnar vegna.

Nýjastu flugvélarnar í skólanum eru fimm ítalskar framleiddar Tecnam 2002-JF af árgerðinni 2015 til 2016 ( sjá Tecnam uppl. ).  Flugvélarnar eru tveggja sæta og er notuð í kennslu- og einkaflugs. Vélin er í flokki léttra flugvéla, samkvæmt skilgreiningu Flugöryggisstofnunar Evrópu - EASA ( sjá Hér).

Cessna 152II er tveggja sæta vél og er notuð mest í kennslu til einkaflugmannsréttinda.  Cessna 152II hefur verið helsti burðarjálkur flugkennslu í heiminum, en þar sem Cessna flugvélaframleiðandi hefur hætt framleiðslu á þeim, fer þeim fækkandi vegna aldurs.  ( sjá Cessna )

Cessna172 SP er fjögurra sæta vél sem er notuð í einkaflugmanns- og blindflugskennslu. Þær eru einnig mikið leigðar út t.d. vegna góðs sætapláss fyrir farþega og glæsilegs útsýnis til jarðar þá sem um borð eru.  Þessi flugvél er enn valinn sú vinsælasta í heiminum af flugmönnum, vegna góðra flugeiginleika, viðhalds og áreiðanleika. ( sjá Cessna ).

Piper Seminole PA-44 er tveggja hreyfla flugvél sem er notuð ýmist fyrir atvinnuflugmannskennslu og/eða öflun fjölhreyflaréttinda sem og fjölhreyfla blindflugsréttinda.  Þessi flugvélategund er sú vinsælasta af flugskólum til flugkennslu, vegna sömu ástæðna og C172 SP, þ.góðra flugeiginleika (sjá Piper )

VIÐHALD

Allar vélar skólans eru í viðhaldi hjá Flugvélaverkstæði Flugskóla Íslands sem staðsett er Flugskýli no. 1 á Reykjarvíkurflugvelli, en það viðhaldsverkstæði er EASA vottað og viðurkennt af hálfu Flugmálastjórnar Íslands. 

 il að fá nánari upplýsingar um hverja flugvélategund er hægt að smella á tenglana við nafn flugvélanna hér að ofan.