Eigendur og stjórn

Eigendur og stjórn

Flugskóli Íslands er í eigu Tækniskólans ehf.  Tækniskólinn var stofnaður árið 2008 þegar Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskólinn sameinuðust. Skólinn er stærsti framhaldskóli landsins og byggir á langri og merkri sögu sem tengist atvinnulífi landsins á marga vegu.

Tækniskólinn er einkarekinn skóli og er rekstrarfélagið í eigu aðila atvinnulífsins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.

Tækniskólinn er rekinn eftir annarri hugmyndafræði en tíðkast hefur í skólarekstri hérlendis, sem m.a felst í því að stofnaðir hafa verið 8 undirskólar sem hver um sig hefur sérstakan skólastjóra og  faglegt sjálfstæði. Við skólana starfa sérstök  fagráð þar sem saman koma fulltrúar atvinnurekenda, launþega og fagkennara í hverri grein.

Tækniskólinn tekur sérstakt mið af nýjum framhaldsskólalögum í þróun skólans og stefnir að því að aðlaga nám í skólanum að þeim möguleikum sem ný lög bjóða.

Flugskóli Íslands er einn af 8 undirskólum Tækniskólans. Flugskóli Íslands starfar samkvæmt samevrópskum reglum um flug og hefur því leyfisveitingu sem flugskóli frá Samgöngustofu, sem heyrir undir Innanríkisráðuneytið.