Tilkynningar

Næturflugsáritun

Frá yfirkennara

Yfirflugkennari vill minna alla flugnema á að öðlast næturflugsáritun hið fyrsta, sér í lagi þá er hyggja á að fá blindflugsáritun eða atvinnuflugmannsskírteini.

 

Yfirflugkennari vill minna alla flugnema á að öðlast næturflugsáritun hið fyrsta, sér í lagi þá er hyggja á að fá blindflugsáritun eða atvinnuflugmannsskírteini. Hægt er að hafa samband við verklegu deild okkar eða yfirkennara um að komast í nám - Rafpóst má senda á; cfi(hja)flugskoli.is eða flightdesk(hja)flugskoli.is.

Núna er að byrja sá tími árs sem hentugt er að öðlast næturflugsáritun.  Vegna krafna í reglugerð um skírteini, þurfa þeir nemar sem hafa hug á því að öðlast blindflugsáritun og atvinnuflugmannsskírteini, að verða sér úti um þá þjálfun sem þarf til að fá næturflugsáritun í einkaflugmannsskírteini sitt.

Eftirfarandi er samantekt fyrir nemendur úr reglugerð um skírteini ;

Væntanlegir blindflugsnemar

  • Samkvæmt reglugerð um skírteini þarf umsækjandi að vera handhafi PPL(A) eða CPL(A) skírteinis með næturflugsáritun, auk 50 landflugsfartíma sem flugstjóri.

Væntanlegir atvinnuflugmannsnemar

  • Samkvæmt reglugerð um skírteini þarf umsækjandi að vera handhafi PPL(A)  skírteinis með næturflugsáritun, auk 200 fartíma á flugvélum skráðum eða samþykktum af aðilarríki EASA.

Næturflugsnám er framkvæmt af tilskyldum flugkennara hjá skráðum skóla, sem til þess hefur réttindi, þ.e. flugkennari sem hefur leyfi til næturflugskennslu.

Næturflugsþjálfun er sem hér segir;

5 klst heildar flugtími í næturflugi en af þeim eru;

  • 3 klst með flugkennara, en af því er  1 klst í yfirlandsflug með flugkennara.
  • 2 klst í einliðaflugi

Eftir að þjálfun er lokið er áritun staðfest með færslu í flugtímabók af flugkennara Flugskóla Íslands sem hefur réttindi til næturflugskennslu og sá um flugkennsluna.

 Áritun færist svo í skírteini af skírteinadeild Samgöngustofu og má flugmaður þá fyrst neyta réttindanna.