Fréttir
  • Flugvirkjar útskrifaðir frá Flugskóla Íslands jól 2017.

Útskrift hjá Flugskóla Íslands

12/23/17

Hátíð í Hörpu

Þann 21. desember var mikil hátíð þegar nemendur Tækniskólans mættu til útskriftar í Silfurbergi Hörpu. Alls brautskráði skólinn 272 nemendur og til þess að hindra fjöldatakamarkanir gesta var ákveðið að skipta athöfninni í tvo hluta. Fyrst var útskrifað frá framhaldsskólastiginu og svo frá fagháskólastiginu sem er nám á fjórða stigi sbr. Meistaraskólann. Þá voru einnig útskrifaðir nemar úr flugvirkjun hjá Flugskóla Íslands og úr hljóðtækninámi sem er námsleið í samstarfi við Stúdío Sýrlands. 

Örugg vinna hjá 27 flugvirkjum

Flugskóli Íslands brautskráði 27 flugvirkja og úr þessum útskriftarárgangi hafa nemendur verið ráðnir til Icelandair, WOW, Flugfélags Íslands, Flugfélagsins Ernir, Landhelgisgæslu Íslands, Air Atlanta og einn er farin að starfa hjá flugrekanda í Sviss.

Almennt er mikil vöntun á flugvirkjum, bæði innanlands sem utan. Stækkun flugskýlis Icelandair kallar á fleiri flugvirkja og svo er flugflotinn hjá þeim ört að stækka. WOW heldur áfram að bæta við sig vélum og svipað ástand er hjá öðrum flugrekendum hérlendis.

Flugskóli Íslands hóf samstarf árið 2011 við Resource Group, Aviation Technical Training division (LRTT Ltd.) sem er viðurkenndur EASA Part 147 þjálfunaraðili í Bretlandi, til náms við útgáfu flugvirkjaréttinda samkvæmt stöðlum EASA Part 66 reglugerðar.

Flugvirkja frá Tækniskólanum má finna víða enda er mikil eftirspurn með þeim.

Útskriftarhópur flugvirkja í Hörpu:

Flugvirkjar útskrifaðir frá Flugskóla Íslands jól 2017.Til baka Senda grein