Fréttir
  • Flugskóli Íslands kennir nýja námsleið frá janúar 2018.

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám hefst í janúar

1/1/18

Ný leið í námsframboði til  atvinnuflugmannsnáms

8. Janúar 2018 næstkomandi, mun bætast við ný leið í námsframboði til  atvinnuflugmannsnáms hjá Flugskóla Íslands - Tækniskólanum.  Skráning hefst í byrjun desember.

Námið heitir ATPL(A) samtvinnað atvinnuflugmannsnám eða ATPL(A) Intergrated nám og byggir á evrópskri reglugerð um flugskírteini.  Námið er hugsað fyrir þá einstaklinga sem hafa enga flugreynslu og vilja verða atvinnuflugmenn. 

Flugskóli Íslands hefur frá stofnun verið með áfangaskipt nám (modular), sem leiðir til atvinnuflugmannsréttinda, en helstu breytingar eru þær að nemandi mun ekki öðlast neitt skírteini fyrr en við útskrift.  Flugtímar eru einnig færri, en nemandi verður þar á móti meira undir leiðsögn flugkennara, sérstaklega í blindflugsnámi.

Nánari upplýsingar má finna undir Nám - HÉR

Hér má finna lýsingu á námsleið - PDF.

Breyting í samstarfi við Icelandair í þeirri viðleitni að fjölga atvinnuflugmönnum

Nýverið boðaði Icelandair til nýrrar leiðar, Icelandair Cadet leið, þar sem lögð var áhersla á að Icelandair myndi velja og styðja við bakið á fjármögnun námsins með því að ábyrgjast bankaskuldabréf sem veitt væri til valins nemanda.  Um leið verður það hvati til nemenda um að hefja atvinnuflugnám. Icelandair boðaði þvi samstarf við Flugskóla Íslands í þessum efnum, enda hefur skólinn staðið fyrir flugþjálfun atvinnuflugmanna frá 1998.

Flugskólinn er því með samkomulag við Icelandair um að Flugskóli Íslands verði áfram ein af stoðum fyrirtækisins, í þeirri viðleitni að fjölga útskrifuðum atvinnuflugmönnum til framtíðarstarfa hjá fyrirtækinu.

Nánari upplýsingar um Icelandair Cadet leið má finna á heimasíðu Icelandair - HÉR

Grunnnámskeið flugfreyju og flugþjóna

Ekki er víst að allir viti að Flugskóli Íslands - Tækniskólinn hefur útskrifað yfir 1000 flugfreyjur og flugþjóna á síðustu 6 árum og þar af tæplega 200 nú í vetur.

Grunnámið fyrir flugfreyjur og flugþjóna er allt unnið í samvinnu við og samkvæmt  þörfum íslenskra flugrekenda, en þar er Icelandair okkar stærsti viðskiptavinur.

Aðstaða Flugskóla Íslands í Keldnaholti, þar sem flugvirkjanám Flugskóla Íslands er til húsa, hefur samhliða verið nýtt til þjálfunar flugáhafna í reykköfun og notkun neyðarbúnaðar.  Icelandair er hins vegar í auknu mæli að nota sína eigin aðstöðu í Hafnarfirði til þjálfunar flugmanna og flugþjóna, en Flugskóli Íslands-Tækniskólinn heldur áfram að vinna með Icelandair, með þarfir þeirra í fyrirrúmi.

Í kennslustund í Flugskóla Íslands.


Til baka Senda grein