Aðstaða

Aðstaða

Í Hafnarfirði  og á Reykjavíkurflugvelli.

Aðalkennsluaðstaða er í Tækniskólanum Flatahrauni í Hafnarfirði.

Skrifstofur skólans eru á 2 hæð og kennslustofur skólans á 3 hæð. 

Flugskóli Íslands rekur ALSIM ALX flughermi í aðstöðu Tækniskólans á Háteigsvegi 39, Rafmagnshúsi.

Auk þess er Flugskóli Íslands með flugvirkjakennslu og aðstöðu fyrir neyðarbúnað flugvéla í Árleyni 4 í Grafarvogi.   


Verkleg kennsluaðstaða

Verklega kennslan fer fram á Reykjavíkurflugvelli þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið bæði fyrir kennara og nemendur. Verkleg aðstaða skólans er á 2. hæð í suðurenda slökkvistöðvar á Reykjavíkurflugvelli og er gengið inn að utanverðu að sunnan. 


Flugskýli skólans er sunnan við Flugstjórnarmiðstöð.  Þar er aðstaða til að leggja flugvélar skólans fyrir utan.  Nemendur og starfsfólk, verða að hafa aðgangsheimild til að komast þar inn. Nánari upplýsingar veitir flugafgreiðsla skólans.

Loftmynd sem sýnir staðsetningu verklegrar kennslu Flugskóla Íslands.


Smellið á mynd til að stækka.

Flugskóli Íslands hefur auk venjulegra kennslustofa upp á eftirfarandi að bjóða;

DSCF1026Neyðarrenna

flugfr4BjörgunarbátaALX

Flugaðferðarþjálfa ALX frá Alsim

flugfr6

Reykþjálfa

DSCF1027

Öryggisbúnaður í loftförum

Náið samstarf

Flugskóli Íslands hefur verið í nánu samstarfi við íslenska flugrekendur, jafnt með kennslu sem og aðstöðu. 

Má þar nefna t.d  Flugfélag Íslands, Icelandair, Ernir og Norlandair.

 Icelandair-stel_an-www_cmyk-72dpi  Flugfelag  Ernir  Norlandair
       

Verkleg kennsla

Verklega kennslan fer fram á Reykjavíkurflugvelli. Flugflotinn hefur verið endurnýjaður að miklu leyti með tilkomu nýrra Cessna 172SP véla, sem allar eru 4ra sæta. Flugvélar þessar eru af nýrri kynslóð kennsluflugvéla frá Cessna verksmiðjunum. Þær eru allar búnar 180 hp hreyfli og verulegar endurbætur hafa verið gerðar frá eldri kennsluvélum. Ennfremur hefur skólinn yfir að ráða Piper Seminole tveggja hreyfla kennsluflugvélum auk C-152 einshreyfils kennsluflugvéla.


DSCN0042