Samtvinnað atvinnuflugnám ATPL(A) Integrated

Samtvinnað atvinnuflugnám - ATPL(A) Integrated

22.11.2017

 • Flugskóli Íslands kennir nýja námsleið frá janúar 2018.

ATPL(A) Integrated nám eða Samtvinnað atvinnuflugnám,er ætlað þeim sem ekki hafa hafið flugnám og vilja verða atvinnuflugmenn.  Námið samanstendur af grunnámi (BASIC IATPL) og framhaldsnámi (ADVANCED IATPL) í bóklegum fræðum, ásamt 5 aðskildum fösum í verknámi. Námið getur tekið allt frá 15 mánuðum til 24 mánuði að klára, en það fer eftir námstíma og framvindu nemenda í námi.  Námið veitir réttindi til atvinnuflugmannsskírteinis, áritun til flugs í blindflugi og á fjölhreyfla flugvélar, ásamt námi til áhafnasamstarfs (MCC). 

Námið er miðað við lágmarkskröfur skírteinareglugerðar, en það samanstendur af samtals af 822 klst bóklegri þjálfun og 205 klst flugþjálfun sem skiptist samkvæmt eftirfarandi tímum;

 • 125 klst á eins hreyfils flugvél

 • 20 klst á fjölhreyfla flugvél; og

 • 60 klst í flugaðferðarþjálfa (FSTD).

Handhafi einkaflugmannskírteinis getur einnig hafið samtvinnað atvinnuflugnám samkvæmt forsendum reglugerðar um skírteini, en þá er metið nám hans og flugtímar samkvæmt forskrift Flugskóla Íslands.  Handhafi einkaflugmannsskírteinis getur fengið allt að 50% flugtíma metið, að hámarki 40 klst eða 45 klst ef einstaklingur er með nætuflugsáritun.

Hér má finna lýsingu á námsleið - PDF.

Atvinnuflugmannsnám (ATPL) - 5 anna staðnám

Flugskóli Íslands er elsti flugskólinn á Íslandi sem kennir til bóklegs staðnáms  til ATPL(A) atvinnuflugmannsréttinda, en skólinn hefur kennt til bóklegra atvinnuflugmannsréttinda frá stofnun hans 1998.

Hjá Flugskóla Íslands starfa fjöldi af reynslumiklum kennurum, sem hafa margir hverjir hafa starfað við kennslu í bóklegum ATPL fræðum í yfir áratug.  Allir kennarar eru starfandi atvinnuflugmenn hjá íslenskum flugrekendum og/eða starfandi sérfræðingar á viðkomandi sviði.

Samtvinnað atvinnuflugnám er lánshæft hjá LÍN . Vinsamlegast kynnið ykkur reglur LÍN um lánatöku.

Réttindi

Atvinnuflugmannsréttindi gefa viðkomandi aðila leyfi til að starfa við og fá greitt fyrir að fljúga hjá flugrekanda. Fyrir marga er þetta kjörin leið til þess að sameina áhugamál og framtíðarstarf. Flugskóli Íslands starfar samkvæmt samevrópskum EASA reglum og fá nemendur EASA skírteini að námi loknu. EASA atvinnuflugmannsskírteini veitir réttindi til atvinnuflugs meðal 26 aðildaríkja EASA ásamt EFTA löndunum og eru því atvinnumöguleikar flugmanna með EASA skírteini miklir og fjölbreytilegir. Nemendur ljúka námi til atvinnuflugmannsskírteinis, sem inniheldur jafnframt blindflugs- og fjölhreyflaáritun, en stærri flugrekendur krefjast báðar áritanir í skírteini viðkomandi.

Samtvinnað atvinnuflugmannsnámi er heilstætt nám, skipt í tvo bóklega hluta BASIC og ADVANCED hluta.  Samhliða bóknáminu fer nemandi í verklegt nám, sem skiptist í fimm hluta.  Að loknu náminu, mun nemandi öðlast atvinnuflugmannsskírteini, ásamt fjölhreyfla- og blindflugsréttindum og vottun í áhafnasamstarfi (MCC).  Einstaklingur getur hafið atvinnuflugnám um leið og hann uppfyllir allar inntökukröfur fyrir námið (sjá að neðan).

Námið innifelur;  822 klst. bóklega kennslu, 145 klst. flug á einshreyfils- og fjölhreyflaflugvél og 60 klst. kennslu í flughermi.

 Inntökukröfur

ATH.  Engar undanþágur eru gerðar á inntökukröfum, þar sem um ákvæði í reglugerð um skírteini er um að ræða.

Inntökukröfur í samtvinnað atvinnuflugmannsnám eru:

 • 18 ára aldur

 • Vera handhafi að 1.flokks læknisvottorði útgefið af fluglæknum

 • Vera handhafi stúdentsprófs eða hafa lokið framhaldskóla og með einingafjölda hér að neðan í ensku, stærðfræði og eðlisfræði.

  • STÆRÐFRÆÐI  - 10 einingum á öðru þrepi.

  • EÐLISFRÆÐI - 5 einingum á öðru þrepi í eðlisfræði

  • ENSKA - 10 einingum á öðru þrepi og 5 einingum á þriðja þrepi í ensku. - EÐA hafa lokið ICAO Enskupróf - level 4 EÐA hafa setið PPL(A) einkaflugmannsnámskeið hjá Flugskóla Íslands.

Ef einingafjöldi er ekki nægur, geta nemendur tekið inntökupróf í ofangreindum fögum. Boðið verður upp á undirbúningsnámskeið í stærðfræði og eðlisfræði fyrir inntökuprófin.

Lágmarksaldur: 

Til að fá atvinnuflugmannsskírteini þarf einstaklingur að vera orðinn 18 ára.

Heilbrigðiskröfur: 

Nemandi þarf að hafa 1. flokks heilbrigðisvottorð. Áður en flugnám er hafið þarf nemandi að fara í læknisskoðun hjá fluglækni. Til þess að panta læknisskoðun skal hafa samband við;

 • Fluglækningastofnun   Álftamýri 1  Sími:5516900  e-mail: aeromed@simnet.is                                          Tímapantanir mánudaga til fimmtudaga á milli kl. 1500 og 1800.  Gefur út 1.flokks og 2.flokks heilbrigðisvottorð.

 •  Vinnuvernd ehf.     Holtasmári 1 Sími:5780800 - e-mail: vinnuvernd@vinnuvernd.is  -  www.vinnuvernd.is     Ath.  Ekki er hægt að fá 1. flokks heilbrigðisvottorð (atvinnuflug) hjá Vinnuvernd í fyrsta skipti, eingöngu er hægt að framlengja gildistíma á 1. flokks heilbrigðisvottorð.  Vinnuvernd getur hins vegar gefið út 2.flokks heilbrigðisvottorð fyrir einkaflug.

 • Nánari upplýsingar um fluglækna má finna á heimasíðu Samgöngustofu - HÉR

Kostnaður vegna 1. flokks heilbrigðisvottorðs er u.þ.b. 25.500 - 35.000 kr.

Bóklegur hluti:

Námið er yfir 1233 kennslustundir að lengd.  Bóklegt nám fer fram skv. sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 greinar.  Kennt er til BASIC hluta frá 18:00 til 22:00 virka daga í 10 vikur, nema námið er hafið að sumri til.  Þá er kennt til BASIC hluta frá 16:30 til 22:00 virka daga í 8 vikur.   Að því loknu er kennt til ADVANCED hluta frá 08:30 til 15:00 virka daga í 42 vikur.  Námstími er u.þ.b. 12 mánuðir í heildina í bóklegum greinum.  Regluleg stöðupróf eru haldin í hverju fagi (skólapróf) þar sem þarf að ná lágmarkseinkunn 7,5 (75%).  Stöðuprófin veita síðan prófaheimild fyrir nemenda í 12 mánuði til að þreyta bókleg atvinnuflumannspróf hjá Samgöngustofu.

Að loknu bóklegu námi þarf að standast bóklegt atvinnuflugmannspróf hjá Samgöngustofu. Prófunum þarf að ljúka með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein.  Prófatímabil eru fyrirfram skilgreindir dagar, sem auglýst er af Samgöngustofu -  Próf.

Nemar hafa síðan 18 mánuði til að ljúka prófunum talið frá enda þess mánaðar sem fyrsta próf var þreytt. Einnig gilda skilyrði um hámarksfjölda próftilrauna í hverju fagi (hámark 4) og hámarskfjölda prófsetna ( hámark 6). Bóklegt atvinnuflugmannspróf gildir í 36 mánuði til að ljúka verklegu atvinnuflugmannsnámi og blindflugsáritun, frá því að öllum bóklegum prófum hjá Samgöngustofu er náð með fullnægjandi hætti.

Verklegur hluti:

Þjálfun í heildina eru 205 klst, og þar af er 145 flognir tímar á flugvél með kennara.  60 klst þjálfunartímar fara fram í flughermi.  Flugtímarnir eru flognir á Tecnam 2002JF, Cessnu 172 og Piper Seminole (tveggja hreyfla) og í flugaðferðarþjálfa ALSIM ALX21.

Til að ljúka námi, þarf nemandi að hafa lokið öllum bóklegum ATPL(A) prófum Samgöngustofu og láta skólanum í hendur staðfestingu þess efnis.  Nauðsynlegt er að láta yfirflugkennara hafa afrit af lokaeinkunum úr ATPL(A) prófum, því til staðfestingar.

Nemandi mun ljúka náminu með tveimur verklegum flugprófum, upp á c.a. 4 klst í heildina á fjölhreyfla flugvél.

Að bóklegu og verklegu námi loknu fær nemandinn atvinnuflugmannsskírteini með fjölhreyfla áritun og vottun í áhafnasamstarfi.

Verðskrá:

ATH:  Greiða þarf óendurkrefjanlegt skráningargjald 150.000 kr. við undirritun samnings í námið og er það ekki hluti af námsgjaldi samtvinnaðs atvinnuflugmannsnáms.

Namskeid