Flugvirkjanám

B.1.1 flugvirkjanám

Flugvirkjanám samkvæmt EASA Part 66, B 1-1 Fullt réttindanám

Flugskóli Íslands er í samvinnu við Resource Group, Aviation Technical Training division (LRTT Ltd.) um réttindanám til flugvirkjaréttinda með túrbínuréttindi B1.1 réttindi, sem haldið í samræmi við kröfur EASA Part 66.  Facebooksíða Flugskólans Flugskóli Íslands hóf samstarf árið 2011 við Resource Group, Aviation Technical Training division (LRTT Ltd.) sem er viðurkenndur EASA Part 147 þjálfunaraðili í Bretlandi, til náms við útgáfu flugvirkjaréttinda samkvæmt stöðlum EASA Part 66 reglugerðar.Námið er fullt B1.1 réttindanám (2400 klst.) til sveinsprófs flugvirkja, með áritun til viðhalds á flugvélum útbúnum túrbínum.

Fagstjóri flugvirkjanámsins er Pétur Kristinn Pétursson og veitir hann allar nánari upplýsingar um námið. Vefpóstur hans er;  petur@flugskoli.is 

Sækir um hér:  IFA  vinsamlegast lesið inntökuskilyrði.

Inntökuskilyrði

  • Lágmarksaldur - 18 ára.
  • Hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti.
  • Góð kunnátta í ensku, rit- og talmáli.
  • Góð kunnátta í stærðfræði og eðlisfræði.
  • Hreint sakavottorð, vegna bakgrunnskoðunarákvæðis reglugerðar um aðgengi að flugvöllum.

Fjármögnun náms

Nám þetta er alfarið fjármagnað af námsgjöldum, en námið er lánshæft hjá LÍN - Lánasjóð íslenskra námsmanna, samkvæmt þeirra úthlutunarreglum. Alltaf skal greiða námskeiðsgjald fyrir upphaf námsannar.  Nánari upplýsingar veitir Lilja Margrét Snorradóttir (lilja(hja)flugskoli.is).

Námsupplýsingar

Námið hefst 3. september 2018. Umsóknarfrestur er til 1. maí.
Úrvinnsla umsókna fer fram eftir að umsóknarfresti er lokið.

Kennt alla virka daga frá 08:00 - 17:00 í staðbundnu námi (bekkjarkerfi). Kennt verður í 3 fösum.

  • Fasi 1 - Bóklegt nám - sept. 2018 -  lok maí 2019.

  • Fasi 2 - Verklegt nám - sept. 2019 - jan. 2020.

  • Fasi 3 - Verkstæðisnám - mars - desember 2020.

Námið er fullt 2400 klst. nám sem veitir nemanda að því loknu heimild til að komast í starfsnám hjá samþykktum og viðurkenndum Part 145 viðhaldsaðila sem flugvirkjanemi ( NB. Ekki innifalið í námskeiði ).

Mætingarskylda er í námið.  

Innifalið í námsgjöldum eru öll kennsla, efni og kennslugögn.

Allt námið er kennt hérlendis og fer kennsla fram á ensku. Fullbúin aðstaða er til verklegrar og bóklegrar kennslu  í Reykjavík. Einnig fer hluti námsins fram á Flugsafni Akureyrar og hjá viðhaldsfyrirtækjum.

Sækja skal    IFA   , fylla það  út og sendið umsókn á  petur@flugskoli.is eða prenta út og koma með/senda Flugskólanum Flatahrauni 12 í Hafnarfirði 

Verð:  4.150.000.-

100.000.- staðfestingargjald (maí 2018 )

1.350.000.-  1. Greiðsla  1. september 2018

1.350.000.-  2. Greiðsla  1. september 2019

1.350.000.-  3. Greiðsla  1. febrúar 2020

Námið er lánshæft hjá LÍN samkvæmt þeirra lánareglum, vinsamlegast kynnið ykkur þær  (LIN.IS)


Undirbúningsnámskeið - fyrir þá sem vilja undirbúa sig vel undir námið: 


Til þess að auðvelda byrjunina í náminu verður í boði flugenskunámskeið fyrir þá sem þurfa upprifjun og þjálfun í ensku. eðlisfræði og stærðfræði. Námskeiðið  verður kennt  í staðnámi  (auglýst síðar).