Flugkennari

Flugkennaraáritun, FI(A)

ALMENNT

Flugkennaranámið er heilstætt námskeið, sem skiptist í tvo hluta, bóklegan og verklegan.  Námskeiðið skal vera skipulagt og framkvæmt af sama þjálfunaraðila (ATO skóla) og klárast innan 6 mánaða frá upphafi námskeiðs.

Áður en hægt er að skrá sig á námskeið, skal umsækjandi hafa samband við yfirkennara eða staðgengil hans til að öðlast staðfestingu á að geta staðist inntökukröfur skólans.  M.a. er reglugerðarákvæði um 1 klst. inntökuflugpróf á vegum skólans, en því skal lokið áður en bóklegur hluti hefst.  Inntökuflugpróf er ekki innifalið í verði námskeiðs.

 Inntökukröfur FI(A) námskeiðs:

  • Hafa staðist verklegt fluginntökupróf hjá Flugskóla Íslands, með tilskipuðum flugkennara.    Ath. umsækjandi þarf að hafa lokið 5 klst flugi sem flugstjóri á einshreyfils loftfari síðastliðna 6 mánuði, áður en fluginntökupróf er þreytt.

  • Hafa lokið bóklegu ATPL(A) námskeið eða CPL(A) og IR(A) námskeiði, sem haldið til samræmis við EASA reglugerð.

  • Heildarfartími 200 klst, þar af

    • 100 fartímar sem flugstjóri (PIC), ef umsækjandi er handhafi CPL(A) eða ATPL(A) eða;

    • 150 fartímar sem flugstjóri (PIC), ef umsækjandi er handhafi PPL(A).

  • 30 fartímar á einshreyfils flugvélum með bulluhreyfli (SEP) , þar af 5 fartíma á síðustu sex mánuðum fyrir inntökuflugprófið.

  • 10 fartímar fengnir í blindflugskennslu, þar af mega vera 5 klst í flugaðferðarþjálfa (FNPT) eða flughermi.

  • 20 fartímar í landflugi sem flugstjóri (PIC),  þar af eitt 300 sjómílna flug með tveimur stöðvunarlendingum á mismunandi flugvöllum.

Námskeiðslýsing


Bóklegur hluti:

       Bókleg kennsla er 125 klst.að lengd (7 vikna staðnám) þar sem kennsla fer fram alla virka daga, milli 17:30 og 22:00.  Þar er farið yfir helstu atriði kennslufræðinnar og hvernig þau koma heim og saman við flugkennslu. Þá er sérstaklega farið í einstaklingskennslu. Einnig eru farið yfir þau atriði sálfræðinnar er lúta að kennslu. Nemendur munu framkvæma æfingakennslu í fyrirlestrarformi, ásamt gerð kennsluáætlana og prófa.  Nemendur munu þreyta próf í tilteknum hluta námskeiðs.  Námsgögn eru innifalin.

Verklegur hluti:  

        Heildartimar verklegrar kennslu eru 30 klst.að lengd.  Kennslutímar samanstanda af 25 klst. flugtíma, þar sem nemandinn er undir leiðsögn tilnefnds kennara og 5 klst. þar sem nemandi er í flýgur saman með öðrum FI(A) nemanda af námskeiðinu. Nemendum stendur til boða að velja á milli Cessna -C152 / Technam P2002JF eða Cessnu C172SP, en verðmismunur stafar vegna gerð flugvéla (sjá verðskrá).

Að loknu námi, þarf FI(A) nemandinn að þreyta a.m.k. 3 klst færnimat á vegum prófdómara, sem tilnefndur er af Samgöngustofu.  Færnimat og flugtímar vegna þess, eru ekki innifalin í námskeiðsverði.


Verðskrá:


Namskeid