Grunnnámskeið flugfreyju og flugþjóna

Grunnnámskeið flugfreyju / flugþjóna - Einungis selt til flugfélaga

Grunnnám flugliða - almenn lýsing- það verða ekki námskeið fyrir einstaklinga - bara flugfélaga.

Wowairwetdrill2012

Þetta nám er eingöngu selt til flugfélaga, flugfélög ráða til sín flugfreyjur og flugþjóna og fer þjálfunin fram í Flugskóla íslands. Við erum því ekki að selja á stök námskeið.  

Nánari upplýsingar hulda@flugskoli.is 

Grunnnámskeið fyrir flugfreyju/-þjóna námskeið, er hannað er samkvæmt reglugerðarstöðlum  Evrópubandalagsins og Flugöryggisstofnunar Evrópu - EASA ( Part CC ) og miðar að því að gera nemendur færa til að starfa um borð í loftfari og verða hæfir til að sækja um starf hjá flugrekendum.  Við útskrift grunnnáms öðlast nemandinn útskriftarskjal, "Attestation of Cabin Crew Initital Safety Training", sem staðfestir að grunnnámi er lokið. 

Útskriftarskjal grunnámskeiðs er notað við umsókn til starfa flugfreyj/flugþjóna hjá handhafa evrópskra flugrekandaleyfis, sem starfar eftir ákvæðum reglugerða Evrópubandalagsins og European Aviation Safety Administration - EASA.  Tegundarþjálfun á viðkomandi tegund loftfars handhafa flugrekandaleyfis, er því á ábyrgð flugrekanda.

Upplýsingar  til umsækjenda

Til að geta starfað í loftfari þarf handhafi vottorðs að geta staðist læknisskoðun hjá fluglæknum, sem vanalega á ábyrgð flugrekanda.  Flugskóli Íslands mun leiðbeina umsækjenda um samþykkta leið læknisskoðunar.

Umsækjandi þarf einnig að vera með hreint sakavottorð til að geta staðist bakgrunnskoðun yfirvalda, en það er gert til útgáfu starfsmannaskírteinis flugrekanda.  Þessar kröfur eru ófrávíkjanlegar, en bundnar reglugerð. 

Flugskóli Íslands gerir því ríkar kröfur til umsækjenda að þeir geti staðist þessar kröfur, ásamt því að skólinn setur upp aðrar kröfur s.s. aldur, nám, tungumálafærni og önnur inntökuskilyrði.  Skólinn áskylur sér rétt til að hafna umsækjendum sem ekki uppfylla skilyrðin sem tekin eru fram.

Inntökuskilyrði

 • Lágmarksaldur 20 ára.
 • Hafa lokið a.m.k tveggja ára námi í framhaldsskóla.
 • Hafa gott vald á ensku, ritaðri og talaðri, og geta staðist enskupróf sem haldið er áður en námskeið hefst.
 • Staðfest afrit af námsferli í skóla, útgefið af skóla
 • Afrit af vegabréfi útgefnu í aðildarríki EU/EFTA ríkis, verða að berast skrifstofu skólans fyrir samþykkt inn á námskeiðið.
 • Geta staðist heilbrigðiskröfur til útgáfu vottorðs fluglæknis, en það er krafa til útgáfu starfsmannaskírteinis flugrekanda.
 • Hreint sakavottorð.
 • Geta staðist bakgrunnskoðun lögboðins yfirvalds til útgáfu starfsmannaskírteinis flugrekanda.
 • Inntökuviðtal við fagstjóra fyrir inngöngusamþykki á námskeið.

Námslýsing

Grunnnámið er 7 vikur að lengd, kennt á kvöldin (18:00- 22:00 á virkum dögum - ekki föstudaga) og innifelur m.a. í sér eftirfarandi fög:

 • Kynning á starfi flugfreyju/-þjóna og flugsögu Íslands.
 • Mannleg geta, agi og hlutverk starfsins.
 • Farþegaþjónusta og meðhöndlun á farþega
 • Þjálfun til að þekkja og beita réttum viðbrögðum við flutningi hættulegra efna.
 • Öryggisþjálfun
 • Heilbrigðisfræði og skyndihjálp, lyfjanotkun
 • Sjálfsbjargartækni í náttúrunni (eyðimörkum, fjöllum og "köldum svæðum")
 • Notkun björgunarbáta, búnaðar þess og sjálfsbjargartækni á vatni/úthafi.
 • Áhafnasamstarf og hin mannlegi þáttur í samskiptum.
 • Viðbrögð og æfing slökkvistarfs í reyk og eld.
 • Samskipti við fyrirtæki og kynning á handbókum
 • Prófanir og viðhald réttinda samkvæmt reglum.
 • Kynning á flugvél, stjórnklefa og búnaðar flugvélar.
 • Farþegaávarp og kynning á neyðarrýmingu.
 • Meðhöndlun og starfræksla á hurðum og neyðarútgönguleiðum.
 • Meðhöndlun og starfræksla á neyðarbúnaði um borð í loftfari.
 • Neyðarrýming loftfars og viðbrögð við önnur neyðartilfelli.
 • Stjórnun fólks við neyðarrýmingu.
 • Notkun neyðarrennu og æfing á rýmingu í neyðarrennum.
 • Vibrögð við meðvitundarleysi flugmanna.