Einkaflugmaður

Einkaflugmaður

PPL(A) Private Pilot Course

Einkaflugmannsnam-langur

Trevor Thom PPL

Réttindi

Einkaflugmannsskírteini veitir réttindi til þess að fljúga með vini og vandamenn hvert á land sem er við sjónflugsskilyrði án endurgjalds. Einkaflugmaður, sem hlotið hefur til þess þjálfun tilnefnds flugkennara, getur einnig aflað sér aukinna réttinda í einkaflugmannsskírteinið s.s. stélhjólsréttindi, fjölhreyflaréttindi, blindflugsréttindi, næturflugsréttindi. Einnig þarf einkaflugmaður að afla sér mismunaþjálfunar vegna flugvélar með túrbínu, flugvélar með skiptiskrúfu, flugvélar með uppdraganlegan hjólabúnað og flugvélar með loftþrýstibúnað.

Inntökuskilyrði

 • Lágmarksaldur: 16 ára.   Til þess að sitja bóklega námskeiðið þarf nemandi að vera orðinn 16 ára. Ef umsækjandi er ekki fjárráða eða fullráða samkvæmt íslenskum lögum (18 ára), ber honum að fá skriflegt samþykki forráðamanna fyrir náminu.

 • Heilbrigðiskröfur:   Nemandi þarf að hafa að lágmarki 2. flokks heilbrigðisvottorð fluglækna til útgáfu einkaflugmannsskírteinis (Class 2 Medical).  Læknisskoðun skal vera framkvæmd af viðurkenndum fluglækni, sem til þess hefur leyfi Samgöngustofu.  Læknisskoðun þarf að vera lokið áður en fyrsta einflug er flogið og mælir því Flugskóli Íslands með því að nemendur fari allra fyrsta í læknisskoðun, áður en nám hefst.  Með þeim hætti er hægt að draga úr líkum á þóþarfa leiðindum og kostnaði í flugnámi.

  • Til þess að panta læknisskoðun skal hafa samband við Fluglækningastofnun S.5516900 frá Mánudegi til Fimmtudags milli 15:00 og 18:00 eða með rafpósti aeromed(hja)simnet.is. ( Sjá Gott að vita - Læknisskoðun - linkur )

 • Tungumál:  Íslenska og hafa góð tök á enskri tungu, lesinni og talaðri.

Bóklegt námskeið

Flugskóli Íslands býður upp á að jafnaði 3 bókleg námskeið á ári; tvö kvöldnámskeið (sept,jan) og eitt sumarnámskeið (jún).  Námskeiðin eru reglulega auglýst á heimasíðu skólans og öll skráning fer í gegnum hana.  Til þess að sitja bóklega námskeiðið þarf nemandi að vera orðinn 16 ára. Bóklegi hlutinn er metinn til u.þ.b. 11 ein (16 f.eininga) í framhaldsskóla, samkvæmt námskrá Flugskóla Íslands.

Sumarnámskeið: Er u.þ.b. 220 kennslustundir að lengd í staðnámi, kennt frá kl 16:30 til 22:00 alla virka daga og stendur í um 7-8 vikur með prófum.

Kvöldnámskeið:  Er u.þ.b. 220 kennslustundir að lengd í staðnámi.  Kennt er frá kl 18:00 til kl 22:00 alla virka daga og stendur í um 10-12 vikum með prófum.

Bóklegt nám fer eftir fyrirfram samþykktri námskrá, sem gefin er út í samræmi við evrópsku flugöryggisstofnunina - EASA og innheldur 9 greinar.  Greinarnar eru:

 1. Flugveðurfræði
 2. Flugreglur,
 3. Flugfræði
 4. Mannleg geta og takmörk hennar
 5. Almenn þekking á loftförum
 6. Flugleiðsaga
 7. Verklagsreglur í flugi
 8. Flugfjarskipti
 9. Afkastageta og áætlanagerð.

Verklegt námskeið

Ljúka þarf að lágmarki  45 fartímum í flugvél, þar af minnst 25 tímum með kennara og minnst 10 einflugstímum. Einnig þarf að ljúka 5 einflugstímum í yfirlandsflugi með einu yfirlandsflugi sem nemur 270 km og gera þá að minnsta kosti tvær stöðvunarlendingar á tveimur flugvöllum öðrum en brottfararflugvelli.

Verklegi hlutinn ásamt næturflugsáritun, er metinn til 8 eininga í framhaldsskóla, samkvæmt námskrá Flugskóla Íslands.

Í lok náms þarf að standast verklegt færnipróf hjá Samgöngustofu.

Verðskrá

Namskeid