Blindflugsáritun

Blindflugsáritun (IR)

Blindflugsáritun veitir mönnum réttindi til að fljúga við blindflugsskilyrði, sem og lengra flug að nóttu (fjær upplýstum velli en 15 NM). Bóklegi hluti námsins er hluti af atvinnuflugmannsnáminu ATPL(A).RVR IR
 
Á verklega blindflugsnámskeiði fyrir einshreyfils flugvél skulu vera minnst 50 blindflugstímar með kennara og þar af mega allt að 20 tímar vera blindflugstímar á jörðu niðri í FNPT I, eða allt að 35 tímar í FNPT II (ALSIM).
 
Á verklega blindflugsnámskeiði fyrir fjölhreyfla flugvél skulu vera minnst 55 blindflugstímar með kennara og þar af mega allt að 25 tímar vera blindflugstímar á jörðu niðri í FNPT I, eða allt að 40 tímar í FNPT II (ALSIM). Í þeirri blindflugskennslu sem á vantar skulu vera minnst 15 tímar í fjölhreyfla flugvélum.

Réttindi


Blindflugsáritun veitir mönnum réttindi til að fljúga við blindflugsskilyrði á þeim flokki flugvéla sem blindflugprófið var tekið á. Flugmenn öðlast réttindi til að fljúgja samkvæmt blindflugsreglum og í veðurskilyrðum sem eru 550 metra skyggni og 200 feta skýjahæð í nákvæmnisaðflugi.

Námsleiðir

Bóklegi hluti námsins er hluti af bóklegu atvinnuflugmannsnáminu ATPL(A) hjá Flugskóla Íslands.

Einshreyfils blindflugsáritun ( 50 klst nám)

Á verklega blindflugsnámskeiði fyrir einshreyfils flugvél skulu vera minnst 50 blindflugstímar með kennara og þar af mega allt að 20 tímar vera blindflugstímar á jörðu niðri í FNPT I, eða allt að 35 tímar í FNPT II (ALSIM).

Fjölhreyfla blindflugsáritun (55 klst nám)

Á verklega blindflugsnámskeiði fyrir fjölhreyfla flugvél skulu vera minnst 55 blindflugstímar með kennara og þar af mega allt að 25 tímar vera blindflugstímar á jörðu niðri í FNPT I, eða allt að 40 tímar í FNPT II (ALSIM). Í þeirri blindflugskennslu sem á vantar skulu vera minnst 15 tímar í fjölhreyfla flugvélum.

Umbreyting á einshreyfils blindflugsréttindum í fjölhreyfla blindflugsréttindi (5 klst nám)

Á verklega blindflugsnámskeiði fyrir umbreytingu, skulu vera minnst 5 blindflugstímar með kennara á fjölhreyfla flugvél og þar af mega allt að 3 tímar vera blindflugstímar á jörðu niðri í FNPT II (ALSIM).

Verðskrá:


Skráning hér!