Áhafnasamstarf MCC

Áhafnasamstarf (MCC)

Til að flugmaður geti starfað af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna(fjölstjórnarflugvél) þarf hann að læra nýjar venjur og nýjar reglur. Starfsreglur um borð í slíkum vélum eru ólíkar því sem menn hafa vanist í flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns. Þetta námskeið er hannað til að undirbúa flugmenn fyrir þessa breytingu á starfsumhverfi þeirra. Námskeiðið snýst um að læra undirstöðu samstarfsins: Sameiginlega ákvarðanatöku, samskipti, verkaskiptingu, notkun gátlista, gangvirkt eftirlit, og stuðning í gegnum alla þætti flugsins undir venjulegum og óvenjulegum aðstæðum sem og í neyðartilvikum. Þetta eru þættir sem eru yfirleitt ekki hluti af tegundaáritunum fjölstjórnarflugvéla og er námskeið í áhafnasamstarfi skylda áður en menn fá að sækja slíka þjálfun.  Ekki er gerð krafa um MCC þjálfun fyrir nemendur sem stunda áfanganám (eins og við Flugskóla Íslands).

Námskröfur: 

Á námskeiði í MCC skal vera minnst 25 tíma kennsla og æfingar í bóklegum greinum og 20 tíma þjálfun í áhafnasamstarfi. Nota skal flugleiðsöguþjálfa II (FNPT II) eða flughermi. Flugskóli Íslands tók í notkun á vormánuðum 2012 mjög svo fullkominn ALSIM ALX FNPT II flughermi. Notast er við flugvél sem tilheyrir flokki "Medium Jet" véla og byggir á afkastagetu Airbus 319.

Inntökukröfur: 

Vera handhafi atvinnuflugmannsskírteinis CPL(A) og með gilda blindflugsáritun fyrir fjölhreyfla flugvél.

Kennt er bóklegt í 3 daga frá 1700-2200 og síðan tekur verklegi hlutinn við (5 x 4 klst. í ALSIM ALX).

Innifalið: 

25 klst. bókleg kennsla, 20 klst. verkleg kennsla í ALSIM ALX og námsefni.


Verðskrá:


Namskeid