JOC - Þjálfun í þotuflugi

JOC - Jet Orientation Course

Þjálfun í þotuflugi  - NÝTT

Flugskóli Íslands býður upp á nýjung í þjálfun atvinnuflugmanna á Íslandi, þjálfun sem hönnuð er af margreyndum þjálfunarflugmönnum flugfélaga.  Námskeiði er ætlað atvinnuflugmönnum sem hafa lokið MCC - áhafnasamstarfi, og þeim sem ætla sér að afla frekari þjálfunar til undirbúnings í þotuflugi.  Námskeið er ekki krafa fyrir atvinnuflugmenn samkvæmt reglugerð, og er því hugsuð sem valkvæmt viðbótarnám til undirbúnings fyrir umsókn hjá flugfélögum sem starfrækja þotur af svipaðri stærðargráðu. Þetta er framhald af MCC sem einnig er kennt í þotuflughermi og gerir nemendur því mun betur undirbúna til tegundaþjálfunar hjá stærri flugfélögum heldur en eftir einungis 20 tíma í MCC þjálfun. Þetta nám er viðurkennt af Airbus flugvélaframleiðandanum sem undirbúningur fyrir þjálfun á Airbus flugvélar. 

Markmið þjálfunar

Markmið námskeiðs er að undirbúa flugmenn til þekkingar á tegundarþjálfunar og áhafnasamstarfs á þotu.  Áhersla verður lögð á starfrækslu flugmanna á þotu, þekkingu á eiginleikum og afkastagetu þotna og því hraðasviði sem þær fljúga á.  Ásamt frekari þjálfun í áhafnasamstarfi, verður lögð áhersla á kynnt fyrir nemendum notkun nýjustu tækni í þessum geira s.s. tölvuleiðsögubúnaði (FMS), tölvugátlistum (EICAS) og  EFIS mælitækjum og viðbrögðum við sjálfvirkum jarðviðvörunarbúnaði (GPWS).

Lengd námsins

Námið skiptist í;

·         Heimanám

·         10 klst. bóklega kennslu fyrir og eftir flughermiþjálfun sem innfelur í sér;

·         Misun á milli propeller/jet flugvéla og almenna þekkingu á þotuflugi

·         Stjórnun þotna í mismunandi flughæðum

·         Kynning á kerfum í nútíma þotum

·         Notkun sjálfstýringar í mismunandi flugfösum

·         Nútíma mælitæki í þotum (Electronic Flight Instrument System (EFIS))

·         Flugleiðsögubúnaður í þotum og notkun hans (Flight Management System (FMS))

·         Flugtök

·         Leiðarflug

·         Aðflug og lendingar

·         Fráhvarfsflug og skyndileg stöðvun flugtaksbruns

·         Stjónunarhættir í flugstjórnarkefla

·         Neyðarviðbrögð

·         Starfshætti flugfélaga um borð borð í þotum og áhafnarsamstarf

·         Viðbrögð við sviftivindum og jarðvaraárekstrarbúnaði

·          

·         16 klst. verklega kennslu í ALX flughermi

Kennslutími

Verkleg kennsla er 4 skipti sem hvert um sig er 4 klst í hermi, ásamt samtals 2 klst bóklegri kennslu fyrir og eftir flughermistíma.  Kennslutími er samkvæmt samkomulagi við nemendur og kennara hverju sinni.

Inntökuskilyrði

Vera handhafi að CPL(A) skírteini með blindflugsáritun og að hafa lokið MCC grunnnámskeiði.

 

Verðskrá:

  Namskeid