Næstu námskeið

FI(A) Flugkennaranámskeið 5.mar 2018

4.3.2018

DSCN0037

Flugkennaranámskeið er u.þ.b. 8 vikna kvöldnámskeið haldið frá 17:30 - 22:00 alla virka daga ( 5.mars - 18.maí 2018 ).  Kennt er á enskri tungu, ef erlendir nemendur sækja námskeiðið.  Flugskóli Íslands áskilur sér rétt til að fella niður námskeiðið, ef ekki næst nægjanlegur fjöldi á námskeiðið.  Sérhver umsókn er metin af innsendum gögnum og fær umsækjandi staðfestingu 1.viku fyrir upphaf námskeiðs.

Flugkennaranámið er heilstætt nám, sem skiptist í tvo hluta, bóklegan og verklegan.  Námið skal vera skipulagt og framkvæmt af sama þjálfunaraðila (ATO skóla) og skal klárast innan 6 mánaða frá upphafi námskeiðs.

Áður en hægt er að skrá sig í námið, skal umsækjandi hafa samband við yfirkennara eða staðgengil hans  ( e-mail cfi(hja)flugskoli.is ) til að öðlast staðfestingu á að geta staðist inntökukröfur skólans.  M.a. er reglugerðarákvæði um 1 klst. inntökuflugpróf á vegum skólans, en því skal lokið áður en bóklegur hluti hefst.  Inntökuflugpróf er ekki innifalið í verði námskeiðs.

Síðasti skráningardagur 26.feb 2018.

Verð námskeiðs

Sjá hér - Verðskrá  -  Ath. Skráningargjald er óendurkræft, nema að námskeið sé fellt niður.

Inntökukröfur og skráning

ATH.  Engar undanþágur eru gerðar á inntökukröfum, þar sem um ákvæði í reglugerð um skírteini er um að ræða.

Umsækjendur skulu hafa samband við yfirflugkennara eða staðgengil hans, um inntökuflugpróf og óska eftir slíku prófflugi hjá honum. Inntökuflugpróf skal vera lokið fyrir upphaf námskeiðs.  Upplýsingar um inntökukröfur er að finna undir flipanum Námskeið - Flugkennari.

Yfirflugkennari er Tommy Raavnas  - e-mail cfi(hjá)flugskoli.is.

Gögn fyrir skráningu skal fylgja rafrænni umsókn á námskeið.  Öll viðhengi með rafrænni umsókn verða að vera í PDF formi.  Að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin gild.

Það sem skal fylgja umsókn er;

  • Afrit af skírteini, báðar síður

  • Afrit af læknisvottorði

  • 2 síðustu síður loggbókar

Einnig er tekið við gögnum fyrir skráningu á skrifstofu Flugskóla Íslands að Flatarhrauni 12, Hafnarfirði, milli kl 10-15 alla virka daga, nema föstudaga milli 10-14.


Síðasti skráningardagur 26.feb 2018.

SKRÁNING HÉR