Skrá mig í nám

SKRÁNING

Skilmálar Flugskóla Íslands við skráningu á námskeið

Hér á eftir koma skilmálar Flugskóla Íslands við skráningu á námskeið hjá skólanum.

 1. Við skráningu á námskeið, samþykkir umsækjandi greiðslu á staðfestingagjaldi námskeiðs.Staðfestingargjald er dregið af kreditkorti við skráningu á námskeið.  ATH:  Staðfestingargjald er óendurkræfanlegt og fæst ekki endurgreitt, nema að Flugskóli Íslands felli niður námskeið.
 2. Við skráningu á námskeið, samþykkir umsækjandi heildarnámskeiðsgjald námskeiðs.  Námskeiðsgjald, berst umsækjanda sem krafa í heimabanka, þarf að greiða a.m.k. 1 viku fyrir námskeið, óháð því hvenær skráning átti sér stað.  Að öðrum kosti, álítur Flugskóli Íslands að umsækjandi hafi sagt sig úr námi og áskilur sér rétt til halda aftur afhendingu á bókum og gögnum sem á námskeiðinu skal afhenda.
 3. Allir umsækjendur sem skrá sig eftir að umsóknarfrestur (lokadagur skráningar) er liðinn, geta ekki átt von á því að fá afhent bækur og gögn í upphafi námskeiðs.  Flugskóli Íslands áskilur sér rétt til að seinka afhendingu gagna af þessum sökum.
 4. Flugskóli Íslands áskilur sér rétt til að seinka námskeiði einu sinni, ef ekki næst þáttaka á námskeið.  Greiðsla námskeiðsgjalda mun þá sjálfkrafa seinka um þann tíma sem seinkun námskeiðs er.
 5. Flugskóli Íslands áskilur sér rétt til að fella niður námskeið án fyrirvara, ef ekki næst næg þátttaka á námskeið.  Skráningargjald og greidd námskeiðsgjöld verða þá endurgreidd.
 6. Umsækjandi að námskeiði hjá Flugskóla Íslands veitir prófadeild Samgöngustofu sjálfkrafa heimild til að láta Flugskóla Íslands í té upplýsingar um einkunnir úr prófum sem þeir þreyta hjá Samgöngustofu, til samanburðar við einkunnar Flugskóla Íslands í öllum þeim fögum sem prófaheimild Flugskóla Íslands veitir þeim rétt til að taka.
 7. Flugskóli Íslands áskilur sér rétt til að umsækjandi að verknámi hjá Flugskóla Íslands framvísi afrit af einkunnum Samgöngustofu, áður en umsókn er tekin gild til verknáms.

ATH.  Námskeið eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum og endurmenntunarsjóðum stéttarfélaga. Endilega kannaðu rétt þinn hjá þínu stéttarfélagi.


UMSÆKJENDUR ERU MINNTIR Á AÐ HAFA RAFRÆNA MYND OG ÖLL VIÐEIGANDI SKJÖL TILBÚNA VIÐ UMSÓKN Á NÁMI.  Gögn fyrir skráningu skal fylgja rafrænni umsókn á námskeið.  Öll viðhengi með rafrænni umsókn verða að vera í PDF formi.  Að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin gild

 • AFRIT AF FLUGSKÍRTEINI
 • VOTTORÐ UM LÆKNISSKOÐUN
 • NÁMSÚTSKRIFTARSKJÖL
 • AFRIT AF SÍÐUSTU SÍÐU LOGGBÓKAR og
 • ÖNNUR VIÐEIGANDI GÖGN.